Matreiðslumaður

RÚV leitar að hugmyndaríkum matreiðslumanni með brennandi áhuga á matreiðslu og girnilegri framreiðslu málsverða. Mötuneytið þjónustar starfsfólk RÚV og starfsfólk þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar með hollum og fjölbreyttum mat fyrir 200 manns í hádeginu, auk kvöldverða og þjónustu um helgar.

Um er að ræða fullt starf í dagvinnu.


STARFSSVIР
* Matreiðsla fjölbreyttra rétta í hádegi í samvinnu við yfirmatreiðslumann.

* Matreiðsla rétta sem framreiddir eru um kvöld og helgar.
* Innkaup í samvinnu við yfirmatreiðslumann.
* Umsjón með þjónustu við fundi og aðra starfsmannatengda viðburði.
* Umsjón með kaffiveitingum starfsfólks.


HÆFNISKRÖFUR 
* Sveinspróf í matreiðslu.
* Reynsla af allri matreiðslu, sér í lagi matreiðslu grænmetisrétta.
* Metnaður og hugmyndaauðgi í samsetningu matseðla.

* Rík þjónustulund og jákvætt viðmót.
* Sjálfstæði, frumkvæði og góð samskiptafærni.Umsóknarfrestur er til og með 25. sept. 2020.
Nánari upplýsingar veitir Guðleifur Kristinn Stefánsson, yfirmatreiðslumaður, gudleifur.kristinn.stefansson@ruv.is, og Hildur Sigurðardóttir, mannauðsstjóri, hildursig@ruv.is, sími 513 3000.


 

Deila starfi